Visit our social media channels

Skip to main content

Algengar spurningar

Invisalign er nær ósýnileg aðferð við að rétta tennur, til þess að ná fram brosinu sem þig hefur alltaf dreymt um. Með því að nota háþróaða þrívíddarmyndatækni getur Invisalign teiknað upp alla meðferðaráætlunina fyrir fram út frá forskrift Invisalign-söluaðilans, allt frá stöðu tannanna við upphaf meðferðar og þar til óskaðri stöðu er náð. Að því loknu eru útbúnar nokkrar glærar skinnur fyrir tennurnar – sérsmíðaðar fyrir þínar tennur – til þess að færa þær smátt og smátt á réttan stað. Þú skiptir um skinnu á um það bil tveggja vikna fresti og tekur þá næstu skinnu í röðinni þannig að tennurnar færast saman smám saman í ákjósanlega stöðu. Söluaðili þinn fyrir Invisalign ákvarðar meðferðartíma þinn með Invisalign út frá þínum þörfum.

Invisalign-skinnurnar eru nær ósýnilegar. Vel getur verið að enginn taki einu sinni eftir því að þú sért með skinnurnar því þær eru nær ósýnilegar og falla afar vel að daglegu lífi þínu og samskiptum við aðra.

Hægt er að taka Invisalign-skinnurnar úr. Ólíkt því þegar notaðar eru fastar spangir getur þú borðað og drukkið það sem þú vilt meðan á meðferðinni stendur; þú tekur bara skinnurnar úr á meðan. Og þú getur líka tekið þær úr til að bursta tennur og nota tannþráð eins og venjulega til að viðhalda hreinum tönnum og ferskum andardrætti.

Ólíkt hefðbundnum föstum spöngum fylgja skinnunum engir málmvírar eða teinar. Þess vegna þarf í flestum tilfellum ekki að eyða jafnmiklum tíma í stillingar hjá söluaðilanum.

Að lokum ber að nefna að með Invisalign getur þú séð áætlaðar niðurstöður og meðferðaráætlunina myndrænt áður en meðferðin hefst til að sjá hvernig búist er við að tennurnar líti út að henni lokinni

Tannlæknar og tannréttingasérfræðingar hafa árum saman notað lausan tannréttingabúnað með góðum árangri. En með tilkomu þrívíddartækni Align Technology og fjöldasérsmíði á skinnum er hægt að nota Invisalign-kerfið til að meðhöndla alls kyns sjúklinga sem eiga það sameiginlegt að vilja fá beinni tennur. ClinCheck®-hugbúnaðurinn er sérhannaður til að sjúklingar geti séð áætlun yfir meðferðina sína frá upphafi til enda, áður en hún hefst.

Align Technology, Inc., fyrirtækið sem framleiðir Invisalign, var stofnað árið 1997.

Árið 1945 sá dr. H.D. Kiesling fyrir að þegar fram liðu stundir yrði með nýrri tækni hægt að nota röð tannmóta til að ná fram nauðsynlegri hreyfingu tannanna til að rétta þær af. Align Technology hefur gert þessa sýn að veruleika. Með hjálp háþróaðrar tölvutækni framleiðir Align Technology Invisalign-skinnurnar; röð sérsmíðaðra, glærra skinna. Sjúklingurinn notar skinnurnar hverja af annarri til þess að færa tennurnar í bæði efri og neðri tannboga í æskilega stöðu.

Yfir 4 milljónir sjúklinga um allan heim hafa notið góðs af meðferð með Invisalign. Fjöldi ánægðra notenda Invisalign eykst með degi hverjum.

Invisalign er í boði í yfir 45 löndum með beinni sölu í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu, Kína, Japan og Asíu við Kyrrahaf og hjá dreifingaraðilum í minni löndum með vaxandi hagkerfi í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku auk Rómönsku-Ameríku.

Eins og við allar tannréttingameðferðir veltur kostnaður Invisalign á því hversu flókið vandamálið er og á lengd meðferðarinnar. Almenna reglan er sú að kostnaðurinn er sambærilegur kostnaði við hefðbundnar fastar spangir. Söluaðili Invisalign er sá eini sem getur að fullu metið kostnaðinn fyrir þig, en verðið á Invisalign-meðferð er yfirleitt á bilinu kr475,000 – kr949,000. Ef aðeins er þörf á lágmarksréttingu getur verðið hins vegar verið allt frá kr396,000.

Invisalign-skinnur rétta tennurnar af með því að beita tennurnar stýrðum þrýstingi á rétta staði. Ólíkt hefðbundnum spöngum stýrir Invisalign ekki eingöngu því hversu mikið tennurnar hreyfast við hverja skinnu heldur einnig hvenær. Því eru aðeins tilteknar tennur réttar af á hverju stigi í samræmi við Invisalign-meðferðaráætlunina fyrir það meðferðarstig. Á þann hátt verður til skilvirkt aflflutningskerfi sem réttir tennurnar af í fyrir fram ákveðna stöðu.

Skinnurnar eru nær ósýnilegar og eru gerðar úr sterku hitadeigu efni sem er sérhannað fyrir Invisalign-kerfið. Þær eru sérsmíðaðar fyrir tennurnar þínar og smellpassa því á þær. 

Þótt Invisalign samræmist svo gott sem hvaða meðferðarstefnu sem er, þá krefst kerfið sérþjálfunar. Allir tannréttingasérfræðingar og tannlæknar sem hafa hug á að taka að sér meðhöndlun sjúklinga með Invisalign verða að gangast undir þjálfun til að verða viðurkenndir og hæfir til að sinna nauðsynlegum kröfum um meðferð sjúklinga, áður en tekið verður á móti meðferðum frá stofum þeirra. Yfir 82.000 tannlæknar og tannréttingasérfræðingar um allan heim hafa nú þegar hlotið þjálfun í meðhöndlun sjúklinga með Invisalign-kerfinu. Finndu söluaðila Invisalign í nágrenni við þig.

Reynslumikill Invisalign-söluaðili getur notað Invisalign til að meðhöndla skakkt bit hjá meirihluta fullorðinna og táninga sem vilja öðlast fallegra bros. Þú færð frekari upplýsingar hjá Invisalign-söluaðilanum þínum um hvort Invisalign Teen er rétta meðferðin fyrir barnið þitt.

Að jafnaði er fjöldi heimsókna sá sami og tíðkast með hefðbundnar spangir en þær taka oftast mun skemmri tíma því engin þörf er á að sitja löngum tímum í stólnum á meðan tannréttingasérfræðingurinn stillir teina og víra. Sjúklingarnir fara yfirleitt í tíma til Invisalign-söluaðilans á 4 til 6 vikna fresti til að tryggja réttan gang meðferðarinnar og til að fá næstu Invisalign-skinnur. Þetta er þó í höndum söluaðilans og með hliðsjón af meðferðinni.

Heildarmeðferðartíminn fer eftir því hversu flókin meðferðin er og er að jafnaði sambærilegur við meðferð með hefðbundnum spöngum. Að jafnaði varar meðferðin allt frá 9 og upp í 18 mánuði. Söluaðili þinn fyrir Invisalign getur gefið þér ítarlegri upplýsingar í viðtalinu.

Sumir kunna að finna fyrir minniháttar óþægindum í nokkra daga við upphaf hvers meðferðarstigs þegar þeir setja í sig nýjar skinnur. Þetta er eðlilegt og er jafnan lýst sem þrýstingstilfinningu. Það er til merkis um að skinnurnar séu að sinna hlutverki sínu; að færa tennurnar smátt og smátt á tilætlaðan stað. Óþægindin hverfa smám saman eftir örfáa daga.

Invisalign-söluaðili getur notað Invisalign til að meðhöndla yfirbit hjá meirihluta fullorðinna og táninga. Hafðu samband við söluaðila Invisalign til að ákvarða hvort Invisalign hentar þér.

Aðeins söluaðili þinn fyrir Invisalign getur ákvarðað hvort Invisalign-meðferð hentar fyrir þig.

Þar sem brýr tengja saman tvær eða fleiri tennur veita þær umtalsvert viðnám við hreyfingu tannanna. Söluaðili þinn fyrir Invisalign getur ákvarðað hvort brýr hafa áhrif á meðferðina hjá þér.

Tannkrónur hafa yfirleitt ekki áhrif á meðferð með Invisalign. Hins vegar er stundum notað tannlitt plastefni, svokallaðar festingar, sem fest er á tennurnar til að aðstoða við hreyfingu tannanna, og það efni festist verr á krónur heldur en tennur. Í slíkum tilfellum þarf að taka vandlega mið af staðsetningu krónunnar. Söluaðili Invisalign getur veitt frekari ráðgjöf.

Já. Yfirleitt er einfalt að laga bil milli tanna með Invisalign. Hafðu samband við söluaðila Invisalign til að ákvarða hvort Invisalign hentar þér.

Kjálkakvillar geta komið upp í kjálkaliðnum. Fólk með kjálkakvilla getur átt í ýmsum vandræðum með kjálkaliðinn. Sum vandamálanna kunna að versna við notkun búnaðar eða meðferðar á borð við Invisalign og sum geta lagast, haldist óbreytt eða jafnvel valdið versnun kvillans. Til að komast að því hvort kjálkakvilli mun hafa neikvæð áhrif á meðferðina skaltu hafa samband við söluaðila Invisalign.

Það er mikilvægt skref í kjölfar hverrar tannréttingameðferðar að nota tanngóm því hann heldur tönnunum föstum í nýrri stöðu. Ef þú vilt að tennurnar haldist í ákjósanlegri stöðu er best að nota tanngóm eins og söluaðilinn leiðbeinir þér um. Í mörgum tilfellum er síðasta skinnan notuð sem bráðabirgðagómur þar til tekin hefur verið ákvörðun um tanngóm. Söluaðili þinn fyrir Invisalign getur veitt þér ráðgjöf um valkosti varðandi notkun tanngóma til lengri tíma.

Margir Invisalign-sjúklingar hafa einhvern tímann verið í tannréttingameðferð með spöngum, oft í æsku. Invisalign getur yfirleitt leiðrétt tilfærslu tanna í upphaflegt horf eftir að notkun spanga er hætt.

Fjöldi sjúklinga er í samsettri meðferð með spöngum og Invisalign. Hafðu samband við söluaðila Invisalign til að finna meðferðina sem hentar þér.

Nei. Ólíkt hefðbundnum vírum og teinum getur þú borðað það sem þú vilt í meðferðinni vegna þess að þú fjarlægir skinnurnar á meðan þú borðar og drekkur. Þess vegna þarftu ekki að hætta að borða neitt sem þér þykir gott. Það er líka mikilvægt að bursta tennurnar og nota tannþráð eftir hverja máltíð og áður en þú setur skinnurnar í aftur til að tryggja góða tannhirðu.

Skinnurnar á að nota öllum stundum meðan meðferð stendur yfir, nema á meðan etið er og við tannburstun og notkun tannþráðs.

Mikill meirihluti sjúklinga kvartar ekki yfir að skinnurnar hafi áhrif á tal sitt. En líkt og við notkun hefðbundins tannréttingabúnaðar er visst aðlögunartímabil sem ganga þarf í gegnum til að venjast því að hafa eitthvað nýtt uppi í sér.

Ekki er mælt með tóbaksneyslu þegar skinnurnar eru notaðar því að hætta er á að skinnurnar fái á sig bletti eða mislitist.

Ekki er mælt með notkun tyggigúmmís því það getur fest við skinnurnar. Við ráðleggjum þér að fjarlægja skinnurnar fyrir allar máltíðir og aukabita.

Besta leiðin til að þrífa skinnurnar er með því að bursta þær og skola í volgu vatni og nota Invisalign-hreinsikristallana eða sérstakar hreinsitöflur. Það er mikilvægt að bursta tennurnar eftir hverja máltíð og áður en þú setur skinnurnar í aftur til að tryggja góða tannhirðu.

Hentar Invisalign þér?

Hentar Invisalign þér? Kannaðu málið

Reynslusögur

Reynslusögur Horfa á myndbönd