Visit our social media channels

Skip to main content

Gagnaverndaryfirlýsing

Síðast uppfærð []. febrúar, 2018
Fyrri útgáfa: 5. október 2016

KYNNING

Align Technology, Inc. og hlutdeildarfélög þess („Align“, „við“, „okkur“ og „okkar“) erum staðföst í að vernda upplýsingar þínar (í þessari gagnaverndaryfirlýsingu, eiga „upplýsingar“ við um persónugreinanlegar upplýsingar, sem teljast persónuupplýsingar, sem þú gefur okkur eða við söfnum, um, eða frá þér í gegnum vefsíður okkar).

Align hannar, framleiðir og markaðssetur Invisalign® kerfið og iTero® tannskanna og OrthoCAD þjónustu og vefsíðu sem gerir notendum kleift að fylgjast með og deila framvindu á meðan þeir undirgangast Invisalign meðferð með því að hlaða upp myndum, deila sögum, setja inn áminningar fyrir tíma og fá tilkynningar („Appið“). Eftirfarandi segir frá hvernig við söfnum, notum og deilum upplýsingunum sem við söfnum á vefsíðu okkar og appi („Síður“).

Almennt getur þú heimsótt síður okkar án þess að segja okkur hver þú ert eða gefa nokkrar persónuupplýsingar upp um sjálfa(n) þig. Stundum munum við, hinsvegar, biðja þig um upplýsingar, um þig eða einhvern sem þú þekkir, svo sem nafn, netfang og/eða heimilisfang. Við viljum láta þig vita áður en við söfnum slíkum persónuupplýsingum frá þér á netinu og fá samþykki frá þér fyrir vinnslu slíkra upplýsinga þar sem þess þarf.

Með því að nota síður okkar, samþykkir þú söfnun okkar, notkun, upplýsingu, flutning og vinnslu á persónuupplýsingum í samræmi við þessa gagnaverndaryfirlýsingu.

Upplýsingar sem við söfnum frá þér
Hvað gerum við við upplýsingarnar sem við söfnum?
Hverjum deilum við upplýsingum þínum með?
Hversu lengi geymum við upplýsingar þínar?
Kökur og auglýsingar
Gagnavernd barna
Hlekkir á aðrar síður
Markaðssetning og Ekki hafa samband
Samfélagsmiðlar
Alþjóðlegur gagnaflutningur
Öryggi
Réttindi þín
Uppfærslur
Hafa samband

Upplýsingar sem við söfnum frá þér

Við söfnum eftirfarandi tegundum persónuupplýsinga og viðkvæmra upplýsinga frá viðskiptavinum, sjúklingum (fyrrum, hugsanlegum og núverandi), foreldrum/forráðamönnum sjúklinga, læknum, og gestum á vefsíðu þegar þú skráir þig til að verða meðlimur síðna okkar eða á eyðublöðum á netinu eða þegar þú nærð í og notar appið, til dæmis, þegar þú skráir þig fyrir fréttatilkynningum frá okkur eða til að fara í smile assessment:

 • Tengiliðaupplýsingar svo sem nafn þitt, heimilisfang, símanúmer og netfang.

Upplýsingar til að hjálpa okkur að veita þér meðferð, svo sem aldur, kyn og heilsuupplýsingar varðandi tennur þínar, þ.m.t. myndir af tönnum þínum og andliti. Við látum þig vita af slíkum tilgangi þegar við biðjum um söfnun persónuupplýsinga eða viðkvæmra upplýsinga frá þér og munum aðeins safna þeim upplýsingum sem eru bráðnauðsynlegar til að uppfylla þennan tilgang.

Þar sem við söfnum heilbrigðisupplýsingum eða öðrum viðkvæmum upplýsingum á síðum okkar munum við biðja um afdráttarlaust samþykki þitt.

Við munum einnig safna upplýsingum um notkun þína á síðum okkar eins og lýst er í hlutanum „Kökur og auglýsingar“ að neðan.

Einstaka sinnum getur þú valið að gefa okkur persónuupplýsingar um annað fólk þannig að, til dæmis, við getum haft samband við það með upplýsingar um okkur. Þú mátt aðeins gefa okkur upp persónuupplýsingar þeirra ef þú hefur fengið samþykki og leyfi hjá þeim fyrir því.

Hvað gerum við við upplýsingarnar sem við söfnum?

Persónuupplýsingarnar sem við söfnum frá notkun þinni á síðum okkar eða sem þú gefur okkur upp gætu verið notaðar:

 • Til að setja upp og halda á annan hátt utan um meðlimaaðgang þinn að síðum okkar.
 • Til að leyfa þér að nota, kaupa, bóka, og/eða ná í vörur og þjónustur svo sem til dæmis innkaup á hreinsivörum.
 • Til að gefa þér upplýsingar um vörur okkar, þjónustu, fréttir og viðburði.
 • Til að gefa upplýsingar um lækna og læknastofur þeirra og senda beiðni um að hafa samband til þeirra.
 • Til að bjóða þér að taka þátt í könnunum eða verða meðlimur í aðdáendaklúbb (þar sem við á).
 • Til að safna lýðfræðilegum upplýsingum um notendaleitni, svo sem aldur, kyn og almenn innkomustig.
 • Til að gefa löggildum læknum upplýsingar um raunverulega eða framtíðar sjúklinga.
 • Til að greina notkun á þjónustu okkar og vörum, þróa nýja þjónustu og vörur, og sérsníða vörur okkar, þjónustu og aðrar upplýsingar sem við höfum tiltækar.
 • Til að nota efni sem er hlaðið upp á appinu til að deila á samfélagsmiðlum og gera afrit af efni þínu til að auglýsa Invisalign á netinu, í sjónvarpi, í útgáfum eða nokkrum öðrum miðli. Við munum aldrei sýna nafn þitt í neinskonar kynningarefni sem við búum til, en þú ættir að hafa í huga að annað fólk gæti samt sem áður þekkt þig af myndinni.

Lagalegur grundvöllur fyrir söfnun okkar og notkun á persónuupplýsingum þeim sem lýst er að ofan fer eftir því um hverskonar persónuupplýsingar ræðir og tiltekið samhengi sem þeim er safnað í. Þegar við göngum í samning við þig, svo sem til að veita þér Invisalign vörur og þjónustu, munum við vinna með upplýsingar þínar til að framkvæma þann samning. Í öðrum kringumstæðum munum við vinna með upplýsingar þínar í lögmætum viðskiptahagsmunum Align svo sem markaðssetningu eða til að bæta vörur okkar og þjónustu, að því gefnu að hagsmunir þínir vegi ekki þyngra en þessir hagsmunir okkar. Við gerum þér ljóst þegar við söfnum upplýsingunum hver lögmætir hagsmunir okkar eru.

Við notum kröftuga samsetningu gagnauppspretta (á netinu, pantanir, viðskiptavini, o.s.frv.) til að fá heildarmynd af vörum okkar og markaðsviðleitni okkar. Þessi gögn eru aðeins fyrir viðleitni okkar og við deilum ekki upplýsingum þínum með öðrum fyrirtækjum þannig að þau geti notað þær í öðrum tilgangi en vinnu þeirra með okkur.

Ef við biðjum þig að gefa upp persónuupplýsingar til að uppfylla lagalegar kröfur eða til að uppfylla samning við þig, munum við gera þér grein fyrir því á viðeigandi tíma og segja þér hvort veiting persónuupplýsinga þinna sé lögboðin eða ekki (auk mögulegra afleiðinga ef þú gefur ekki upp persónuupplýsingar þínar).

Hverjum deilum við upplýsingum þínum með?

Við eigum í viðskiptasambandi við önnur fyrirtæki til að aðstoða okkur við markaðssetningu, samskipti, geymslu, og söluviðleitni, og við gætum deilt upplýsingum um þig í þeim tilgangi. Þessum viðskiptafélögum er ekki leyfilegt að nota upplýsingar um þig í nokkrum öðrum tilgangi öðrum en þeim að eiga í viðskiptum við Align. Listi yfir núverandi þjónustuveitendur okkar er tiltækur með því að hafa samband á netfangið: privacy@aligntech.com.

Við gætum einnig deilt upplýsingum um þig með öðrum Align fyrirtækjum til að framfylgja tilgangi þeim sem lýst er í „Hvað gerum við við upplýsingarnar sem við söfnum?“ Listi yfir fyrirtækjasamstæðu okkar er tiltækur með því að hafa samband á netfangið: privacy@aligntech.com.

Þar að auki, gætum við gefið allar upplýsingar sem við söfnum, þ.m.t. persónuupplýsingar þínar, upp til þriðja aðila (og fulltrúa þeirra og ráðgjafa) sem hluta af hverskonar raunverulegum eða mögulegum samruna, yfirtöku, endurskipulagningu skulda, sölu á eignum fyrirtækisins, eða svipuðum viðskiptum, og eins ef upp kemur greiðsluþrot, gjaldþrot, eða skiptameðferð þar sem persónuupplýsingar gætu verið fluttar yfir til þriðja aðila sem hluti af viðskiptaeignum okkar.

Við gætum líka gefið upp persónuupplýsingar til hvers konar lögbærra löggæsluaðila, eftirlitsaðila, opinberrar stofnunar, dómstóla eða annarra þriðju aðila ef við teljum að fyrir því liggi lögmæt krafa eða sé nauðsynlegt til að vernda eignir okkar eða önnur lögmæt réttindi (þ.m.t. en ekki takmarkað við framfylgd á samningum okkar eða réttindi annarra).

Við gætum líka deilt upplýsingum þínum ef þú samþykkir að við gerum það.

Hversu lengi geymum við upplýsingar þínar?

Við varðveitum persónuupplýsingar þínar á meðan við höfum yfirstandandi lögmæta viðskiptaþörf til þess (til dæmis, til að veita þér Invisalign vörur og þjónustu eða til að uppfylla gildandi lög, skatta- eða bókhaldskröfur).

Þegar við höfum enga yfirstandandi lögmæta viðskiptaþörf til að vinna með persónuupplýsingar þínar, munum við annað hvort eyða henni gera hana ópersónugreinanlega eða, ef það er ekki hægt (til dæmis vegna þess að persónuupplýsingar þínar voru geymdar í öryggisafritunarsafnvistun), þá munum við geyma persónuupplýsingar þínar á öruggan hátt og einangra þær frá nokkurskonar frekari vinnslu þar til eyðing er möguleg.

Kökur og auglýsingar

Þegar þú heimsækir vefsíðu okkar gætum við safnað vissum upplýsingum sjálfvirkt úr tæki þínu. Í vissum löndum, þ.m.t. löndum á evrópska efnahagssvæðinu, gætu þessar upplýsingar verið taldar persónuupplýsingar undir viðeigandi gagnaverndarlögum.

Sérstaklega, gætu upplýsingarnar sem við söfnum sjálfvirkt innihaldið upplýsingar eins og IP-tölu þína, gerð tækis, einkvæmt auðkennisnúmer tækis, gerð vafra, grófa landfræðilega staðsetningu (t.d. land eða borg) og aðrar tæknilegar upplýsingar. Við gætum einnig safnað upplýsingum um hvernig tæki þitt hafði samskipti við síðu okkar, þar með talið hvaða síður var farið á og hlekki sem smellt var á.

Söfnun þessara upplýsinga gerir okkur kleift að skilja betur gestina sem koma á vefsíðu okkar, hvaðan þeir koma, og hvaða efni á vefsíðu okkar þeir hafa áhuga á. Við notum upplýsingarnar í innri greiningartilgangi og til að bæta gæðin og þýðingu vefsíðu okkar fyrir gesti okkar.

Sumt af þessum upplýsingum gæti verið safnað með kökum og svipaðri rakningartækni. Ráðfærðu þig við Kökur og auglýsingar fyrir frekari upplýsingar.

Gagnavernd barna

Hjá Align ætlum við okkur ekki að safna neinum upplýsingum frá börnum undir þrettán (13) ára aldri, nema því aðeins að upplýsingunum sé safnað frá foreldri eða forráðamanni. Þó við getum ekki komið í veg fyrir að börn fari inn á síðurnar, söfnum við ekki neinum persónuupplýsingum án þess að það sé skýrt að manneskjan sem gefur upp upplýsingarnar verði að vera að minnsta kosti 13 ára gömul. Hafir þú einhverjar spurningar um söfnun síðna okkar á upplýsingum frá börnum skaltu hafa samband við okkur í Privacy@aligntech.com.

Athugaðu að aldurstakmarkið sem minnst er á að ofan gæti verið mismunandi eftir viðeigandi lagakröfum í landi þínu. Ef það á við munum við benda á það þegar upplýsingum er safnað.

Hlekkir á aðrar síður

Síður okkar gætu innihaldið hlekki á aðrar vefsíður til þægindaauka. Align ber ekki ábyrgð á gagnaverndarhegðun eða efni á slíkum öðrum vefsíðum, og þó slíkir hlekkir séu á síðum okkar þýðir það ekki að við ábekjumst upplýsingarnar eða fyrirtækið. Þetta þýðir að ef þú ferð yfir á aðra síðu í gegnum síður okkar, berum við ekki ábyrgð á því og við getum ekki stjórnað hvað þeir gera með upplýsingar þínar.

Einnig gætir þú haft tækifæri til að deila upplýsingum þínum með öðrum vefsíðum, svo sem samfélagsmiðlasíðum. Verið getur að við gefum þér þægilegan hlekk til að gera það á auðveldan hátt, en við berum ekki ábyrgð á því og við getum ekki stjórnað vefsíðu þeirra eða innleggjum/deilingum þínum. Við hvetjum þig til að skoða gagnaverndarstefnur og upplýsingasöfnunarhegðun þessara vefsíðna og samfélagsmiðlasíðna.

Markaðssetning og Ekki hafa samband

Við gætum sent þér upplýsingar um okkur endrum og eins ef þú hefur gefið okkur leyfi (þar sem þess þarf).

Align gefur þér tækifæri á að biðja um að hætta að fá rafræn samskipti frá hvort sem er Align eða viðskiptafélögum okkar með því að draga samþykki þitt til baka. Ef þú vilt ekki fá samskipti frá okkur, skaltu segja okkur það þegar við söfnum upplýsingum um þig eða skrifaðu okkur hvenær sem er í remove@aligntech.com og passaðu að láta fylgja með í hvaða landi þú býrð. Þú getur einnig notað hentuga hlekkinn til að segja upp áskrift í tölvupóstum frá okkur. Gefðu okkur nægilegan tíma til að vinna með beiðni þína.

Hafðu í huga að þegar þú dregur samþykki þitt til baka á þennan hátt, á það ekki við um nauðsynleg samskipti, eins og til dæmis við svar við fyrirspurn, og er afturkallað ef þú biður síðar um upplýsingar frá okkur, til dæmis, ef þú skráir þig fyrir fréttatilkynningum frá okkur.

Samfélagsmiðlar

Notendaskapað efni. Ef þú notar Facebook, Twitter eða aðra samfélagsmiðla með opnum reikningsstillingum og þú notar myllumerki úr einhverri af herferðum okkar svo sem #unbraceyoursmile eða heiti á einhverri vöru okkar svo sem #invisalign, #invisalignteen, eða #invisalignTalk, getum við náð í umsagnir þínar frá samfélagsmiðlum og birt þær á síðum okkar. Það er til þess að við getum deilt skoðunum þínum á vörum okkar með gestum á síðum okkar. Áður en þær verða birtar á síðum okkar förum við yfir athugasemdir þínar. Ekki nota þessi myllumerki ef þú vilt ekki að umsagnir þínar verði birtar á síðum okkar.

Með því að birta eða gera hverskonar efni tiltækt á opnum samfélagsmiðli um Invisalign upplifun þína og svara „já“ ef við biðjum þig um leyfi til að endurbirta slíkt efni á síðum okkar, svo sem Facebook (http://facebook.com/invisalign), Pinterest (http://pinterest.com/Invisalign), Google+ (http://google.com/+Invisalign), YouTube (http://youtube.com/invisalign og http://youtube.com/invisalignteen), Twitter (http://twitter.com/invisalign), Instagram (http://instagram.com/invisalign og http://instagram.com/invisalignteen) Tumblr (http://invisalignteen.tumblr.com/), og öðrum, sýnir þú og ábyrgist að þú sért þrettán (13) ára eða eldri og að þú samþykkir skilmála sem útlistaðir eru á síðu okkar á þessum vefsíðum.

Ef foreldri, forráðamaður eða einhver annar verður var við notendaskapað efni frá einstaklingi undir þrettán (13) ára aldri, skaltu senda okkur tölvupóst í InvisalignTakedown@GoldPR.com.

Alþjóðlegur gagnaflutningur

Align starfar á alþjóðavísu og við gætum þess vegna flutt persónuupplýsingar þínar til annarra landa þar sem Align er með starfsemi, þar með talinna annarra landa heldur en þú hefur búsetu í. Persónuupplýsingar þínar gætu einnig verið geymdar á netþjónum okkar sem eru staðsettir utan búsetulands þíns. Engu að síður munum við halda áfram að vernda upplýsingar þínar í samræmi við þessa gagnaverndaryfirlýsingu og Bindandi fyrirtækjareglur.

Til viðbótar við skuldbindingarnar í þessari gagnaverndaryfirlýsingu, hefur Align sett fram bindandi fyrirtækjareglu (BFR) kerfi sem ákvarðar nálgun Align við verndun og utanumhald persónuupplýsinga á alþjóðavísu. BFR stefnu okkar má skoða í hlekknum í fyrri málsgrein.

Þegar við flytjum upplýsingar þínar út fyrir EES til þjónustuveitenda okkar og viðskiptafélaga, gerum við það á grundvelli fastra samningsákvæða samþykktra af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (Bindandi fyrirtækjareglur Align) eða Gagnaverndarskjaldarins.

Öryggi

Síður okkar hafa viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir til staðar til að reyna að vernda gegn eyðingu, tapi, misnotkun og breytingum, óheimilli uppljóstrun eða aðgangi að upplýsingum undir okkar stjórn. Vefgáttir okkar, svo sem vefsvæði lækna Invisalign, senda upplýsingar um sjúklinga (þ.m.t. hverskonar persónuupplýsingar) á öruggan hátt með HTTPS. Þessar gáttir krefjast viðskiptavinareikninga og eru ekki opnar almenningi.

Réttindi þín

Hafir þú réttindi sem varða aðgang, uppljóstrun, breytingar eða eyðingu (eins og ákvarðað er af gildandi lögum), getur þú haft samband við okkur á heimilisfanginu eða netfanginu sem skráð er hér að neðan.

Til dæmis, geta einstaklingar í Kaliforníu, Bandaríkjunum, beðið um lista yfir uppljóstranir okkar til þriðja aðila vegna beinnar markaðssetningar þeirra, einu sinni á ári. Það er ekki háttur okkar að selja eða leigja neinskonar persónuupplýsingar til annarra fyrirtækja til beinnar markaðssetningar þeirra.

Í tengslum við Align fyrirtæki í Evrópu, geta einstaklingar haft samband við okkur vegna réttinda þeirra til að:

 • Fá aðgang að, leiðrétta, uppfæra, eða biðja um eyðingu á persónuupplýsingum þeirra
 • Mótmæla vinnslu á persónuupplýsingum þeirra, biðja okkur um að takmarka aðgang að persónuupplýsingum þeirra eða biðja um flytjanleika þeirra.
 • Afskrá sig af markaðssamskiptum sem við sendum þér hvenær sem er. Þú getur nýtt þér þennan rétt með því að smella á „afskrá“ eða „hætta við“ hlekkinn í markaðstölvupóstum sem við sendum þér. Til að vera ekki með í öðrum gerðum markaðssetningar (svo sem markaðssetningu í pósti eða í gegnum síma), skaltu hafa samband við okkur með upplýsingunum sem eru gefin upp hér að neðan.
 • Draga til baka samþykki þitt hvenær sem er, ef við höfum safnað og unnið með persónuupplýsingar þínar með þínu leyfi. Ef þú dregur til baka samþykki þitt mun það ekki hafa nein áhrif á lögmæti hverskonar vinnslu sem fór fram áður en þú dróst samþykki til baka, né mun það hafa áhrif á vinnslu persónuupplýsinga þinna sem reiðir sig á lögmætan vinnslugrundvöll annan en samþykki.
 • Leggja inn kvörtun til Persónuverndar varðandi öflun og notkun á persónuupplýsingum þínum. Fyrir frekari upplýsingar, skaltu hafa samband við Persónuvernd.

Í Singapúr getur þú almennt beðið okkur um að gefa þér upplýsingar um hvernig persónuupplýsingar þínar sem eru í eigu okkar eða undir okkar stjórn hafa verið eða gætu hafa verið notaðar eða uppljóstraðar af okkur innan árs fyrir dagsetningu beiðninnar. Verið getur að tekið sé gjald fyrir hverskonar aðgangsbeiðni til að mæta kostnaði okkar við að gefa þér upplýsingar um persónuupplýsingar þær sem við erum með um þig, og við munum láta þig vita hvert gjaldið er eftir að við fáum aðgangsbeiðni þína.

Þetta eru aðeins dæmi og verið getur að sérstök réttindi þín séu ekki útlistuð hérna sem dæmi.

Uppfærslur

Við gætum uppfært þessa yfirlýsingu endrum og eins. Þegar við gerum það munum við sýna dagsetningu síðustu uppfærslu fremst í yfirlýsingunni. Tilkynning um slíkar uppfærslu og/eða breytingu verður gefin á síðum okkar eða beint til þín ef lög krefjast. Við hvetjum þig til að fara reglulega yfir þessa yfirlýsingu til að vera upplýst(ur) um hvernig við söfnum, notum og deilum persónuupplýsingum. Ef þú samþykkir ekki þessar breytingar skaltu ekki halda áfram að nota síðurnar.

Hafa samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar um þessa gagnaverndaryfirlýsingu, verklag á síðum okkar, upplýsingar þínar, eða réttindi þín varðandi upplýsingar, eða viðskipti þín við síður okkar, skaltu hafa samband við:

Alþjóðlegar höfuðstöðvar

Align Technology, Inc.
Athugið: Privacy Office
2560 Orchard Parkway
San Jose, CA 95131
Privacy@aligntech.com

ESB höfuðstöðvar

Align Technology B.V.
Athugið: Privacy Office
Arlandaweg 161
1043 HS Amsterdam
The Netherlands
Privacy@aligntech.com

Þú getur líka haft samband við Align skrifstofu á staðnum sem ber ábyrgð á notkun upplýsinga þinna. Frekari upplýsingar eru tiltækar hérna.