Visit our social media channels

Skip to main content

Hver er kostnaðurinn?

Fallegt bros getur aukið sjálfstraust þitt, sjálfsöryggi og hamingju

Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta ekki bara um útlitið. Þetta snýst um að gera eitthvað fyrir sjálfa(n) þig – svo þú getir verið eins og þú átt að þér að vera.

Við skiljum að verðið er mjög mikilvægur þáttur þessarar ákvörðunar. Eins og við allar tannréttingameðferðir er kostnaður við Invisalign einstaklingsbundinn og fer meðal annars eftir því hversu flókið vandamálið er og hversu lengi meðferðin þarf að standa. Þetta þýðir að þú munt ekki fá nákvæman kostnað uppgefinn fyrr en þú heimsækir söluaðila Invisalign.

Almenna reglan er sú að kostnaðurinn er sambærilegur kostnaði við hefðbundnar fastar spangir. Söluaðili Invisalign er sá eini sem getur að fullu metið kostnaðinn fyrir þig, en verðið á Invisalign-meðferð er yfirleitt á bilinu ISK 475,000 – ISK 949,000. Ef aðeins er þörf á lágmarksréttingu getur verðið hins vegar verið allt frá ISK 396,000.

Til að fá áætlaðan kostnað fyrir Invisalign-meðferð uppgefinn skaltu hafa samband við söluaðila Invisalign á þínu svæði og panta tíma.