Visit our social media channels

Skip to main content

Árangurinn

Yfir 5 milljónir manna hafa notað Invisalign. Það eru meira en 5 milljónir mismunandi reynslusögur af notkun Invisalign. Hér eru nokkrar þeirra.

Ertu tilbúin(n) til að deila þinni reynslu? Finndu söluaðila Invisalign í nágrenni við þig.

Khadija’s story

Khadija’s story

Ég var komin með mikla minnimáttarkennd vegna tannanna. Ég vildi alls ekki brosa vegna þess að tennurnar mínar voru framstæðar og kjálkinn var of lítill. Ég skoðaði nokkra meðferðarkosti og komst að því að Invisalign var tilvalið fyrir mig. Vegna þess að skinnurnar eru nær ósýnilegar gat ég lifað lífinu án þess að vera alltaf að hugsa um þær og fólk tók ekki einu sinni eftir því að ég væri með þær.

"Ég fékk nýtt bros"

Meðferðin tók 18 mánuði frá upphafi til enda. Ég notaði skinnurnar á hverjum degi og fjarlægði þær bara áður en ég borðaði eða drakk. Þetta er kosturinn við Invisalign-skinnurnar; þær henta lífsstíl þínum. Ég er mun öruggari með sjálfa mig þökk sé meðferðinni. Ég fékk einfaldlega nýtt bros.

Marie’s story

Marie’s story

Ég hafði alla tíð verið mjög meðvituð um frekjuskarðið mitt og vildi gera eitthvað í málinu. En sem kennari er ég stanslaust undir vökulum augum ungra barna þannig að spangir voru einfaldlega ekki fýsilegur kostur fyrir mig.

Invisalign-meðferðin fór fram úr mínum björtustu vonum. Nemendur mínir og jafnvel börnin mín tóku ekki eftir því þegar ég var með skinnurnar. Það sem vakti mesta athygli mína var að þetta hafði engin áhrif á daglega munnhirðu mína. Eftir að hafa verið með spangir áður voru skinnurnar, sem hægt var að fjarlægja, mjög góð tilbreyting. Ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því sem ég borðaði.

"Sem kennari skiptir sjálfstraustið öllu "

Síðan ég hóf Invisalign-meðferðina er ég mun hamingjusamari og líkari sjálfri mér. Ég hélt að það væri of seint að laga tennurnar vegna aldurs en Invisalign hefur gefið mér bros sem ég get verið stolt af.

Clare’s story

Clare’s story

Þegar systir mín tilkynnti mér að hún væri að fara að gifta sig og bað mig um að vera brúðarmey varð ég bæði mjög spennt og skelfingu lostin. Ég kveið myndatökunni og að þurfa að sýna öllu þessu fólki hvað ég væri með skakkar tennur. Ég vildi líta sem best út á þessum merkisdegi og geta brosað af öryggi, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af tönnunum.

Ég hafði oft hugleitt að gera eitthvað í málinu en þar sem ég vinn mikið innan um fólk í starfi mínu sem lögreglukona var ekki möguleiki að mér liði vel með fyrirferðarmiklar fastar spangir. Ég ákvað að athuga hvaða önnur meðferðarúrræði stæðu mér til boða.

"Nú get ég aftur brosað á myndum"

Það sem vakti mesta athygli mína var hversu vel Invisalign-meðferðin hentaði lífsstíl mínum. Ég gat verið með þær í vinnunni og þær sáust varla. Ég geislaði af öryggi í hvaða aðstæðum sem var. Og vegna þess að hægt er að fjarlægja skinnurnar gat ég tekið þær úr á brúðkaupsdegi systur minnar – eitthvað sem ég hefði aldrei getað gert með hefðbundnar spangir.

Núna er meðferðinni lokið og ég er himinlifandi með árangurinn. Núna brosi ég á myndum hvort sem það er í afmælum, fríum eða brúðkaupum.

Davide’s story

Davide’s story

Ég notaði spangir sem barn. Þær voru mjög óþægilegar og gerðu mig mjög meðvitaðan um sjálfan mig, og mér finnst þær ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Það markaði tímamót þegar frænka mín kynnti mig fyrir Invisalign. Það var ótrúlegt að sjá hvernig hægt var að sjá fyrirhugaðan árangur með tölvutækni Invisalign (ClinCheck).

"Árangurinn fór fram úr væntingum mínum"

Tennurnar mínar eru mun beinni núna [og mér þykir mjög vænt um nýja brosið mitt]. Invisalign-meðferðin fór fram úr mínum björtustu vonum.