Visit our social media channels

Skip to main content

Invisalign fyrir unglinga

Invisalign býður upp á úrval meðferðarvalkosta fyrir unglinga. Helsti kosturinn við Invisalign-tæknina er að með henni er komin nær ósýnileg og sveigjanlegri leið fyrir unglinga að fá fallegt bros. Ólíkt hefðbundnum spöngum eru Invisalign-skinnurnar þægilegar, nær ósýnilegar og hægt er að taka þær úr, og þannig geta unglingarnir haldið áfram að njóta lífsins án þess að þurfa að glíma við þær hömlur, ertingu og sjálfsóöryggi sem fylgja járnspöngum og teinum.

Þar sem taka má Invisalign-skinnurnar úr er hægt að halda áfram að bursta og nota tannþráð eins og venjulega.

Hvaða möguleikar eru í boði fyrir unglinga?

Invisalign býður mismunandi meðferðarvalkosti fyrir unglinga, allt eftir tannþroska þeirra.

Sumir unglingar geta fengið sömu Invisalign-meðferð og fullorðnir sjúklingar. Yngri sjúklingar, eða þeir sem ekki eru komnir með allar fullorðinstennurnar, geta fengið Invisalign Teen-meðferð, sem ætluð er sérstaklega fyrir unglinga. Tannsérfræðingurinn þinn ákvarðar hvor meðferðin hentar betur fyrir þig og tennurnar þínar.

Hvers vegna Invisalign Teen?

Invisalign Teen hefur verið þróað í samráði við unglinga, foreldra og tannréttingasérfræðinga í fremstu röð, sem þekkja lífsstíl og sérstakar þarfir unglinga.

Invisalign Teen-skinnurnar eru gerðar með sömu Invisalign-tækninni og notuð er fyrir hefðbundnar Invisalign-skinnur og rétta tennurnar smátt og smátt af án málmvíra eða teina.

En þar sem unglingar eru sífellt á iði (og munnar þeirra sömuleiðis) höfum við bætt nokkrum eiginleikum við skinnurnar:

  • Bláir notkunarvísar dofna smám saman og verða glærir til að hjálpa tannsérfræðingnum, þér og unglingnum að meta notkunartímann.
  • Sérhannaðir eiginleikar vegna uppkomu augntanna, annars framjaxls og annars jaxls.
  • Sex stakar skinnur fylgja með ókeypis ef einhver skyldi týnast.

Til að fá frekari upplýsingar um Invisalign fyrir unglinga skaltu tala við tannsérfræðinginn þinn, sem getur ráðlagt þér um hvaða meðferð hentar fyrir þig.

Hentar Invisalign þér?

Hentar Invisalign þér? Kannaðu málið

Reynslusögur

Reynslusögur Horfa á myndbönd